Ekki hrædd við að vera áberandi 8. september 2004 00:01 Ég er náttúrlega algjört fatafrík og á mér fullt af uppáhaldsflíkum. Ég verð að nefna fyrstan grænan, tvískiptan kjól sem er ægilega skemmtilegur, með hvítu tjulli undir pilsinu og pífur upp úr blússunni. Hann er bara ekkert eðlilega flottur," segir Marentza Poulsen, smurbrauðsjómfrú. "Þennan kjól hannaði Alda B. Guðjónsdóttir, stílisti og fatahönnuður, á mig árið 2001, fyrir brúðkaup dóttur minnar." Maretza segist vera mikið fyrir sérstök föt og vill helst ekki ganga í fötum eins og aðrir eru í. "Það getur verið erfitt og þess vegna læt ég hiklaust sauma á mig. Áður fyrr hannaði ég og saumaði allt á mig sjálf, en svo fann ég mér saumakonu sem gerir þetta fyrir mig." Það eru engar ýkjur að fatastíll Marentzu sé óvenjulegur og hún segist vera óhemju litaglöð. "Þú sérð mig ekki nema í sterkum litum sem sjást. Mér er alveg sama þó ég veki athygli því ég hef sjálf svo ofboðslega gaman af að horfa á fólk í áberandi fötum. Það er eins og að horfa á skemmtilegt málverk." Maretza er líka með skódellu og á yfir 50 pör af skóm. "Og það sem meira er," segir hún hlæjandi, "þau eru öll í notkun og hvert öðru skemmtilegra og skrýtnara. Ef ég er erlendis veit ég bara ekki fyrr en ég er komin í skóbúðina og farin að máta. En ég hef ekkert gaman af venjulegum skóm. Það er eins með skóna og fötin. þeir draga mig til sín á óútskýranlegan hátt." Maretza verslar mest í útlöndum, ekki síst í Danmörku, þar sem hún leitar uppi búðir sem eru ekki til á Íslandi. "Hér heima versla ég hjá GK þar sem er dönsk hönnun og ítölsk hönnun er líka í miklu uppáhaldi." Maretza rekur Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal, en kaffihúsið er opið frá 15. maí til 15. september. "Það hentar mér svo vel að vinna hér í allri litadýrðinni," segir Maretza, sem rennur nánast saman við litskrúðug blómin í garðinum. "Sumarið hefur verið yndislegt en nú lokum við um miðjan mánuðinn. Það má þó ekki gleyma því að haustið er líka yndisleg árstíð og garðurinn ekki síður fallegur nú en í sumar, svo fólk ætti endilega að drífa sig í kaffi til okkar. Þegar kaffihúsið lokar taka við smurbrauðsnámskeið hjá Marentzu og svo hið margfræga danska jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum." Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Ég er náttúrlega algjört fatafrík og á mér fullt af uppáhaldsflíkum. Ég verð að nefna fyrstan grænan, tvískiptan kjól sem er ægilega skemmtilegur, með hvítu tjulli undir pilsinu og pífur upp úr blússunni. Hann er bara ekkert eðlilega flottur," segir Marentza Poulsen, smurbrauðsjómfrú. "Þennan kjól hannaði Alda B. Guðjónsdóttir, stílisti og fatahönnuður, á mig árið 2001, fyrir brúðkaup dóttur minnar." Maretza segist vera mikið fyrir sérstök föt og vill helst ekki ganga í fötum eins og aðrir eru í. "Það getur verið erfitt og þess vegna læt ég hiklaust sauma á mig. Áður fyrr hannaði ég og saumaði allt á mig sjálf, en svo fann ég mér saumakonu sem gerir þetta fyrir mig." Það eru engar ýkjur að fatastíll Marentzu sé óvenjulegur og hún segist vera óhemju litaglöð. "Þú sérð mig ekki nema í sterkum litum sem sjást. Mér er alveg sama þó ég veki athygli því ég hef sjálf svo ofboðslega gaman af að horfa á fólk í áberandi fötum. Það er eins og að horfa á skemmtilegt málverk." Maretza er líka með skódellu og á yfir 50 pör af skóm. "Og það sem meira er," segir hún hlæjandi, "þau eru öll í notkun og hvert öðru skemmtilegra og skrýtnara. Ef ég er erlendis veit ég bara ekki fyrr en ég er komin í skóbúðina og farin að máta. En ég hef ekkert gaman af venjulegum skóm. Það er eins með skóna og fötin. þeir draga mig til sín á óútskýranlegan hátt." Maretza verslar mest í útlöndum, ekki síst í Danmörku, þar sem hún leitar uppi búðir sem eru ekki til á Íslandi. "Hér heima versla ég hjá GK þar sem er dönsk hönnun og ítölsk hönnun er líka í miklu uppáhaldi." Maretza rekur Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal, en kaffihúsið er opið frá 15. maí til 15. september. "Það hentar mér svo vel að vinna hér í allri litadýrðinni," segir Maretza, sem rennur nánast saman við litskrúðug blómin í garðinum. "Sumarið hefur verið yndislegt en nú lokum við um miðjan mánuðinn. Það má þó ekki gleyma því að haustið er líka yndisleg árstíð og garðurinn ekki síður fallegur nú en í sumar, svo fólk ætti endilega að drífa sig í kaffi til okkar. Þegar kaffihúsið lokar taka við smurbrauðsnámskeið hjá Marentzu og svo hið margfræga danska jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum."
Mest lesið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira