Erlent

Baráttan hafin

Sár fátækt, öryggisleysi og mikill hægagangur í uppbyggingu Afganistans eru meginefni kosningabaráttunnar sem nú er hafin, þeirrar fyrstu í sögu landsins. Átján frambjóðendur hafa gefið kost á sér í forsetakosningunum sem fara fram eftir mánuð. "Fólkið sem sveik ykkurr og drap ástvini ykkar á sér engan stað í minni ríkisstjórn," sagði Massooda Jalal, eina konan í kjöri þegar hún ávarpaði um fimmtíu ekkjur á einum fyrsta kosningafundinum. Sigurstranglegastur í kosningunum er Hamid Karzai, núverandi bráðabirgðaforseti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×