Erlent

Bílsprenging í Moskvu

Átta fórust og margir eru sárir eftir að öflug bílsprengja sprakk við neðanjarðarlestarstöð í Moskvu síðdegis. Í upphafi var talið að sprengju fylltri málmkúlum hefði verið komið fyrir í bifreið sem lagt hafði verið í bílastæðahúsi í miðborg Moskvu, skammt frá lestarstöðinni. Skömmu fyrir fréttir sögðu talsmenn öryggisþjónustu Rússlands hins vegað að kona hefði gert sjálfsmorðsárás.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×