Erlent

Árásir á gyðinga tvöfaldast

Hatursárásir á gyðinga hafa rúmlega tvöfaldast á einu ári í Frakklandi. Árásir á gyðinga og eignir þeirra voru eitthundrað og sextíu á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en voru sjötíu og fimm á sama tímabili á síðasta ári. Frönsk yfirvöld hafa af þessu miklar áhyggjur. Jaques Chirac forseti hefur harðlega fordæmt þessar árásir og fyrirskipað lögreglu og öryggissveitum landsins að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að finna sökudólgana og vernda bæði persónur gyðinga og eignir þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×