Erlent

Fischer vísað frá Japan

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að vísa Bobby Fischer úr landi og hefur fyrirskipum þess efnis þegar verið undirrituð. Embættismaður í útlendingaeftirliti Japans sagði að honum hefði verið kynnt þessi niðurstaða. Embættismaðurinn vildi hins vegar ekkert segja um hvert Fischer yrði sendur. Hann sagði aðeins að venjulega væri mönnum vísað til heimalandsins, sem í þessu tilfelli eru Bandaríkin. Ekki var heldur upplýst hvenær Fischer verður fluttur úr landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×