Nýjar byggingar í landnemabyggðum 23. ágúst 2004 00:01 Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í gær að þau munu reisa rúmlega 500 byggingar á Vesturbakkanum, til viðbótar við þúsund nýbyggingar sem einnig munu rísa í landnemabyggðum. Þá kunngjörðu þau að smíði aðskilnaðarmúrsins ljúki ekki fyrr en árið 2005, ári á eftir áætlun. Tilkynningin kom í kjölfar stefnubreytingar Bandaríkjamanna varðandi landnemabyggðir Ísraelsmanna, en landnám þeirra brýtur í bága við alþjóðalög. Nýbyggingarnar og aðskilnaðarmúrinn eru liðir í áætlun Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísrael, að skilja Ísrael og Palestínu algjörlega að. Hún kveður einnig á um brotthvarf Ísraelsmanna frá Gaza-ströndinni eftir ár. Bandaríkjamenn eru hlynntir brotthvarfinu en hafa hingað til ekki viljað nýjar landnemabyggðir. Á því hefur orðið breyting. Palestínumenn eru ósáttir við stefnubreytinguna og segja hana ógna friði. Ahmed Quera, forsætisráðherra Palestínu, sakar Ísraela um að efna vísvitandi til ófriðar. Landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni ógna áætlunum Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Ísraelsher hernam svæðin árið 1967 og hefur stjórnað þeim æ síðan. Rúmlega 230 þúsund ísraelskir landnemar búa þar núna, langflestir á Vesturbakkanum. Varnarmálaráðherra Ísraels sagði í gær að tæplega hálfum milljarði króna yrði varið í að færa aðskilnaðarmúrinn í samræmi við úrskurð hæstaréttar Ísraels frá því í júní. Dómurinn sagði að á 30 kílómetra svæði bryti múrinn í bága við mannréttinda- og alþjóðalög. Múrinn verður því færður til á 60 kílómetra kafla. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst múrinn í heild sinni ólöglegan og farið fram á að hann verði rifinn niður. Fullbyggður verður múrinn 680 kílómetra langur, þegar er búið að reisa um 200 kílómetra. Múrinn veldur fjölda Palestínumanna miklum vandkvæðum þar sem hann skilur fólk frá vinnustöðum, skólum og nágrannabæjum. Erlent Fréttir Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í gær að þau munu reisa rúmlega 500 byggingar á Vesturbakkanum, til viðbótar við þúsund nýbyggingar sem einnig munu rísa í landnemabyggðum. Þá kunngjörðu þau að smíði aðskilnaðarmúrsins ljúki ekki fyrr en árið 2005, ári á eftir áætlun. Tilkynningin kom í kjölfar stefnubreytingar Bandaríkjamanna varðandi landnemabyggðir Ísraelsmanna, en landnám þeirra brýtur í bága við alþjóðalög. Nýbyggingarnar og aðskilnaðarmúrinn eru liðir í áætlun Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísrael, að skilja Ísrael og Palestínu algjörlega að. Hún kveður einnig á um brotthvarf Ísraelsmanna frá Gaza-ströndinni eftir ár. Bandaríkjamenn eru hlynntir brotthvarfinu en hafa hingað til ekki viljað nýjar landnemabyggðir. Á því hefur orðið breyting. Palestínumenn eru ósáttir við stefnubreytinguna og segja hana ógna friði. Ahmed Quera, forsætisráðherra Palestínu, sakar Ísraela um að efna vísvitandi til ófriðar. Landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni ógna áætlunum Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Ísraelsher hernam svæðin árið 1967 og hefur stjórnað þeim æ síðan. Rúmlega 230 þúsund ísraelskir landnemar búa þar núna, langflestir á Vesturbakkanum. Varnarmálaráðherra Ísraels sagði í gær að tæplega hálfum milljarði króna yrði varið í að færa aðskilnaðarmúrinn í samræmi við úrskurð hæstaréttar Ísraels frá því í júní. Dómurinn sagði að á 30 kílómetra svæði bryti múrinn í bága við mannréttinda- og alþjóðalög. Múrinn verður því færður til á 60 kílómetra kafla. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst múrinn í heild sinni ólöglegan og farið fram á að hann verði rifinn niður. Fullbyggður verður múrinn 680 kílómetra langur, þegar er búið að reisa um 200 kílómetra. Múrinn veldur fjölda Palestínumanna miklum vandkvæðum þar sem hann skilur fólk frá vinnustöðum, skólum og nágrannabæjum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira