Erlent

Fellibylur ógnar Taívan

Líkur eru á að fellibylur gangi yfir Taívan á næstu dögum með tilheyrandi flóðum og aurskriðum. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að loka öllum skólum, fjármálamörkuðum og fyrirtækjum í höfuðborginni Taípei og fleiri stöðum í norðvesturhluta landsins á morgun. Nú síðdegis var vindhraðinn í þeim hluta Taívan kominn upp í 360 kílómetra á klukkustund. Árið 2001 létust um þrjú hundruð manns í tveimur fellibyljum sem gengu yfir landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×