Erlent

Olíuverð hækkar aftur

Olíuverð hækkaði í morgun eftir að hafa lækkað skyndilega um tæp níutíu sent skömmu áður en viðskiptum lauk á föstudag. Sérfræðingar töldu þá allar líkur á að verðið færi yfir fimmtíu dollara og segja þeir þá spá enn í gildi. Talsmenn Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, segja nú að ríkin geti ekki aukið framleiðslu sína frekar til að svara mikilli eftirspurn eftir eldsneyti. Nú verði þau lönd, þar sem eftirspurn er mest, sjálf að grípa til aðgerða til að draga úr eftirspurn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×