Erlent

Gyðingahatur færist í vöxt

Brennuvargar brenndu athvarf í gyðingahverfi í París í morgun, þá voru hakakrossar málaðir á veggi þess. Forseti Frakklands, Jacques Chirac, hefur fordæmt verknaðinn. Þetta er ein margra árása sem gerðar hafa verið á samfélag gyðinga að undanförnu. Athvarfið, sem veitti nauðstöddum og heimilislausum mat, gereyðilagðist í eldinum. Innanríkisráðherra Frakklands skoðaði verksummerki í dag og lofaði að sækja ódæðismennina til saka. Áróður gegn gyðingum hefur færst mjög í vöxt í Frakklandi að undanförnu og veldur verulegum áhyggjum. Í Frakklandi er stærsta samfélag gyðinga í Evrópu, en þar búa um 800 þúsund gyðingar. Yfir 300 grafir hafa verið skemmdar í austurhluta landsins síðan í apríl og 60 grafir voru vanhelgaðar í kirkjugarði gyðinga í Lyon í ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×