Erlent

Olían hækkar enn

Olíuverð var síðdegis komið upp í 49 dollara og 29 sent. Átökin í Írak eru sögð meginástæða hækkana í dag. Hækkunin frá því í lok júní nemur alls 33 prósentum. Vegna skemmdarverka og árása hefur olíuútflutningur Íraks minnkað um tæpan helming frá því í apríl. Sérfræðingar segja engar líkur á að verð lækki á næstunni. Þeir telja líklegra að olíufatið fari yfir fimmtíu dollara á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×