Erlent

Al-Sadr horfinn úr moskunni

Mikil óvissa ríkir um ástandið í íröksku borginni Najaf. Fyrr í dag var því haldið fram að írakska lögreglan væri komin inn í Imam Ali moskuna og að uppreisnarmenn hefðu yfirgefið hana og verið handteknir. Ekki hefur verið hægt að staðfesta þetta og átök héldu áfram fram eftir degi en miklar loftárásir voru gerðar á borgina í nótt og varð mikið mannfall. Nú telja menn að herklerkurinn Múktada al-Sadr sé horfinn úr moskunni, sem þykir nokkuð kynlegt þar sem hún hefur verið umsetin af herjum Bandaríkjamanna og íröksku heimastjórnarinnar í tvær vikur. Það er því í raun ekki hægt að segja neitt með vissu um ástandið í Najaf sem stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×