Erlent

Olíuverð hækkar um 59% á ári

Olíuverð stefnir yfir fimmtíu dollara í dag. Í gærmorgun var verðið á olíufati um 47 dollarar. Um hádegisbil var það orðið 47 dollarar og 50 sent, og þegar viðskiptum var hætt á markaði í gær var verðið á olíufati komið upp í 48 dollara og 98 sent. Þetta þýðir að hækkunin á rúmum sólarhring var hart nær tveir dollarar á fatið, og það sem af er morgni bendir ekkert til þess að lát verði á þessum hækkunum. Verðið er 59 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×