Erlent

Olíuverð komið í 47,50 dollara

Olíuverð er nú komið yfir 47 dollara og 50 sent á fatið og nú er ástæðan sögð vísbendingar um enn meiri eldsneytisþörf í Kína og Indlandi. Undanfarna fimmtán daga hefur olíuverð náð nýju, sögulegu hámarki fjórtán sinnum og verðhækkunin nemur um tíu dollurum á fatið frá því í lok júní. Það er tuttugu og átta prósenta hækkun. Olíuframleiðsla er sögð vera meiri en nokkru sinni síðan á áttunda áratugnum og óttast sérfræðingar bæði að olíuhreinsunarstöðvar hafi ekki undan og að flutningsgeta sé ekki næg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×