Erlent

Tólf dánir í ofsaveðri í Asíu

Tólf hafa farist í ofsaveðri í Asíu undanfarinn sólarhring en fellibylurinn Megi gekk þá yfir Suður-Kóreu og Japan. Flytja þurfti þrjú þúsund manns frá heimilum sínum. Reyndar er Megi enn á leiðinni til Japans og á undan honum kemur hellirigning með miklu hvassviðri sem þegar hefur valdið vandræðum og mannfalli. Myndin er frá bænum Onohara í Japan í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×