Erlent

Handteknir vegna fylgis við páfa

Átta rómversk-kaþólskir prestar hafa verið handteknir í Kína. Handtökurnar eru hluti herferðar kínverskra stjórnvalda gegn þeim sem hliðhollir eru páfa en Kínverjar rufu öll tengsl við Páfagarð árið 1950 og hafa síðan bannað aðrar kaþólskar kirkjur en þá sem stjórnvöld komu sjálf á fót. Sú kirkja nefnist kínverska kaþólska þjóðvinafélagið. Tæknilega séð ríkir trúfrelsi í Kína en stjórnvöld banna þó trúariðkun utan þeirra þjóðræknu trúfélaga sem ríkið leyfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×