Erlent

Fótbrotinn flóðhestur

Nashyrningskálfur, í dýragarði í Berlín, er á batavegi eftir að hafa fótbrotnað þegar móðir hans steig ofan á hann. Það getur verið ókostur að eiga þungavigtarmömmu. Kálfurinn Patnas var aðeins tveggja daga gamall þegar mamman steig óvart ofan á hann, og hann hlaut opið fótbrot. Patnas var settur í gifs, eins og aðrir fótbrotnir sjúklingar, og braggast ágætlega. Hann hefur til dæmis þyngst um 26 kíló, frá því hann fæddist, hinn 21. júlí. Dýralæknar segja að það verði brátt óhætt að setja hann aftur til mömmu sinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×