Erlent

Olíuverð hækkar enn

Verð á olíu fór upp í 46 dollara og 91 sent fyrir fatið á olíumarkaðnum í Asíu, í nótt. Ástæðan er meðal annars ótti við stjórnmálaástandið í Venesúela, sem er fimmti stærsti olíuútflytjandi heimsins. Sérfræðingar segja þó að engin skynsamleg rök séu fyrir þessu ofurháa verði. Þeir benda á að það sé veruleg offramleiðsla á olíu, eða tæpar þrjár milljónir fata á dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×