Erlent

Hryðjuverkum hótað á Ítalíu

Hryðjuverkamenn hóta aðgerðum á Ítalíu þar sem ítalskar hersveitir verða ekki kallaðar heim frá Írak. Abu Hafs al-Masri hersveitirnar hvetja til árása á alla Ítali í yfirlýsingu sem birt var á Netinu. Sami hópur er sagður hafa gert árásirnar í Madríd fyrr á þessu ári. Talsmenn ítalskra yfirvalda segja ekki hægt að útiloka árásir en að ekki verði hlustað á ógnanir hryðjuverkasamtaka. Lögregluþyrla sést hér fljúga yfir Rómaborg í kjölfar hótana hryðjuverkamanna um að þeir ætli að gera árás á Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×