Fleiri fellibylir á Flórída? 15. ágúst 2004 00:01 Ástæða er til að óttast að fleiri öflugir fellibylir muni ganga yfir Flórídaskaga á næstu vikum og mánuðum. Björgunarlið leitar nú fórnarlamba fellibylsins Charleys sem skildi eftir sig gríðarlegar skemmdir. Nú er ljóst að þrettán fórust þegar fellibylurinn Charley gekk yfir Flórídaskaga í gær. Veðurofsinn ber þó ekki ábyrgð á dauða allra; sumir lentu í umferðarslysum og álag bar aðra ofurliði. Björgunarlið fer nú um þau svæði sem verst urðu úti og leita fólks en óttast er að tala þeirra sem fórust muni hækka. Ekki er vitað hversu margir yfirgáfu heimili sín og því er vonlaust fyrir yfirvöld að átta sig á því hvar fólk er að finna og hvar ekki. Einkum er ástandið slæmt í um þrjátíu húsbýlahverfum þar sem rústir einar standa eftir. Ástandið á Flórída hefur ekki verið verra frá því að fellibylurinn Andrew gekk yfir árið 1992 og skemmdirnar eru taldar álíka miklar á köflum. Tvær milljónir manna eru án rafmagns og hundruð þúsunda vatnlaus. Neyðarbirgðir og aðstoð standa til boða og Bush forseti er væntanlegur á svæðið í dag en Jeb bróðir hans er einmitt ríkisstjóri á Flórída. Dregið hefur úr styrk Charleys eftir að hann gekk á ný út á haf en hann skall í nótt á Suður- og Norður-Karólínu og veldur sem stendur nokkrum usla, alla leið til New York. Vindhraðinn er þó hvergi nærri jafn mikill og á Flórída. Íbúar þar verða hins vegar að búa sig undir meira óveður því nokkur fjöldi hitabeltisstorma er á sömu leið og Charley fór. Hitabeltisstormurinn Earl stefnir í sömu átt og er talið líklegt að hann muni dýpka og verða fellibylur áður en yfir lýkur. Bandaríska veðurstofan gerir reyndar ráð fyrir því að tólf til fimmtán öflugir hitabeltisstormar muni ríða yfir svæðið á næstu vikum og mánuðum, að sex til átta þeirra breytist í fellibyli og að tveir til fjórir þeirra verði mjög sterkir og öflugir fellibylir á borð við Charley. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Ástæða er til að óttast að fleiri öflugir fellibylir muni ganga yfir Flórídaskaga á næstu vikum og mánuðum. Björgunarlið leitar nú fórnarlamba fellibylsins Charleys sem skildi eftir sig gríðarlegar skemmdir. Nú er ljóst að þrettán fórust þegar fellibylurinn Charley gekk yfir Flórídaskaga í gær. Veðurofsinn ber þó ekki ábyrgð á dauða allra; sumir lentu í umferðarslysum og álag bar aðra ofurliði. Björgunarlið fer nú um þau svæði sem verst urðu úti og leita fólks en óttast er að tala þeirra sem fórust muni hækka. Ekki er vitað hversu margir yfirgáfu heimili sín og því er vonlaust fyrir yfirvöld að átta sig á því hvar fólk er að finna og hvar ekki. Einkum er ástandið slæmt í um þrjátíu húsbýlahverfum þar sem rústir einar standa eftir. Ástandið á Flórída hefur ekki verið verra frá því að fellibylurinn Andrew gekk yfir árið 1992 og skemmdirnar eru taldar álíka miklar á köflum. Tvær milljónir manna eru án rafmagns og hundruð þúsunda vatnlaus. Neyðarbirgðir og aðstoð standa til boða og Bush forseti er væntanlegur á svæðið í dag en Jeb bróðir hans er einmitt ríkisstjóri á Flórída. Dregið hefur úr styrk Charleys eftir að hann gekk á ný út á haf en hann skall í nótt á Suður- og Norður-Karólínu og veldur sem stendur nokkrum usla, alla leið til New York. Vindhraðinn er þó hvergi nærri jafn mikill og á Flórída. Íbúar þar verða hins vegar að búa sig undir meira óveður því nokkur fjöldi hitabeltisstorma er á sömu leið og Charley fór. Hitabeltisstormurinn Earl stefnir í sömu átt og er talið líklegt að hann muni dýpka og verða fellibylur áður en yfir lýkur. Bandaríska veðurstofan gerir reyndar ráð fyrir því að tólf til fimmtán öflugir hitabeltisstormar muni ríða yfir svæðið á næstu vikum og mánuðum, að sex til átta þeirra breytist í fellibyli og að tveir til fjórir þeirra verði mjög sterkir og öflugir fellibylir á borð við Charley.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira