Erlent

Bush með forskot

George W. Bush Bandaríkjaforseti nýtur mests fylgis meðal kjósenda, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Skiptir þá engu hvort bara sé spurt um hann og John Kerry, frambjóðanda demókrata, eða þá tvo og óháða frambjóðandann Ralph Nader. Sé bara valið milli Bush og Kerry fengi Bush 50 prósent atkvæða samkvæmt nýrri Gallup-könnun en Kerry 47 prósent. Sé hins vegar einnig spurt um Nader fengi hann þrjú prósent, Kerry 46 prósent og Bush 48 prósent atkvæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×