Erlent

Olli miklum skemmdum á Kúbu

Fellibylurinn Charley, sem nú stefnir á Tampa-flóa á Flórídaskaga, gekk yfir Kúbu fyrr í dag og olli miklum skemmdum. Þök fuku af húsum og pálmatré rifnuðu upp með rótum þegar fellibylurinn fór yfir eyjuna en þó varð ekkert manntjón. Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund manns á vesturhluta Kúbu urðu að yfirgefa heimili sín í dag vegna bylsins. Óttast er að Charley muni ná til borganna Tampa og Jacksonville seinna í kvöld og hafa milljónir manna sem búa á Flórídaskaga þegar verið hvattar til að yfirgefa heimili sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×