Nauðsynlegar fyrir haustið 12. ágúst 2004 00:01 Þeir sem lagt hafa leið sína í Gallerí Reykjavík í Iðu-húsinu við Lækjargötu hafa eflaust tekið eftir skærlitum töskum úr þæfðri ull sem eru þar til sýnis. Þessar töskur eru nýlega komnar í galleríið og er hönnuður þeirra myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir. "Ég er með vinnustofu í Klink og bank og hef verið að gera ýmislegt. Ég byrjaði að vinna með þæfða ull þegar ég var í Listaháskóla Íslands. Þar gerði ég verk úr þæfðri ull en vissi svo sem ekkert hvað ég var að gera. Ég ákvað samt að vinna áfram með þetta efni því ég fíla það mjög vel. Mér finnst þæfð ull ekki bara sniðug í nytjavörur heldur líka í skúlptúra. Það var hringt í mig úr galleríinu því einhver þar hafði séð verkin mín á sýningu í Klink og bank. Ég var síðan spurð hvort ég ætti eitthvað til þess að selja en ég átti það reyndar ekki. Ég ákvað því að hanna þessar töskur og þeim í galleríinu leist mjög vel á þær," segir Jóhanna. Töskurnar sem Jóhanna hannar eru í frekar skærum litum og alls konar skraut á þeim. "Ég notaði skrautið til að poppa þær aðeins upp. Þær eru mjög töff og flottar. Akkúrat eitthvað fyrir haustið. Þetta eru glamúr ullartöskur en þær eru fóðraðar að innan og mjög veglegar. Mér datt einmitt í hug að hanna töskur þegar ég var að vinna við skúlptúra úr þæfðri ull. Ullin er mjög töff en það sem ég er að hanna úr þæfðri ull er ekki beint hefðbundin meðferð á ullinni," segir Jóhanna en hún væri alveg til í að hanna fleiri vörur til sölu. "Það getur vel verið að ég hanni fleiri hluti í ætt við töskurnar en það fer náttúrlega allt eftir því hvernig þær seljast." lilja@frettabladid.is Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Þeir sem lagt hafa leið sína í Gallerí Reykjavík í Iðu-húsinu við Lækjargötu hafa eflaust tekið eftir skærlitum töskum úr þæfðri ull sem eru þar til sýnis. Þessar töskur eru nýlega komnar í galleríið og er hönnuður þeirra myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir. "Ég er með vinnustofu í Klink og bank og hef verið að gera ýmislegt. Ég byrjaði að vinna með þæfða ull þegar ég var í Listaháskóla Íslands. Þar gerði ég verk úr þæfðri ull en vissi svo sem ekkert hvað ég var að gera. Ég ákvað samt að vinna áfram með þetta efni því ég fíla það mjög vel. Mér finnst þæfð ull ekki bara sniðug í nytjavörur heldur líka í skúlptúra. Það var hringt í mig úr galleríinu því einhver þar hafði séð verkin mín á sýningu í Klink og bank. Ég var síðan spurð hvort ég ætti eitthvað til þess að selja en ég átti það reyndar ekki. Ég ákvað því að hanna þessar töskur og þeim í galleríinu leist mjög vel á þær," segir Jóhanna. Töskurnar sem Jóhanna hannar eru í frekar skærum litum og alls konar skraut á þeim. "Ég notaði skrautið til að poppa þær aðeins upp. Þær eru mjög töff og flottar. Akkúrat eitthvað fyrir haustið. Þetta eru glamúr ullartöskur en þær eru fóðraðar að innan og mjög veglegar. Mér datt einmitt í hug að hanna töskur þegar ég var að vinna við skúlptúra úr þæfðri ull. Ullin er mjög töff en það sem ég er að hanna úr þæfðri ull er ekki beint hefðbundin meðferð á ullinni," segir Jóhanna en hún væri alveg til í að hanna fleiri vörur til sölu. "Það getur vel verið að ég hanni fleiri hluti í ætt við töskurnar en það fer náttúrlega allt eftir því hvernig þær seljast." lilja@frettabladid.is
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira