Erlent

Hákarlaárás í Ástralíu

Tveir risavaxnir, hvítir hákarlar réðust í gær á þrítugan brimbrettakappa suður af borginni Perth í Ástralíu. Fimm metra langur hákarl réðst á Brad Smith þar sem hann var á bretti sínu, og annar þriggja metra langur hákarl svamlaði í kring.

Þrátt fyrir mikla mótspyrnu Brads héldu hákarlarnir áfram árásinni í tæpa mínútu, en syntu svo á brott. Brad blæddi út áður en honum var bjargað á land. Leit stendur yfir að hákörlunum, sem verða drepnir ef þeir finnast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×