Erlent

Blair íhugaði afsögn

Félagar og vinir þurftu að beita Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fortölum til að koma í veg fyrir að hann segði af sér embætti sínu í síðasta mánuði. Frá þessi var skýrt á BBC í gær og er Blair samkvæmt heimildum þeirra enn að íhuga afsögn. Er talið líklegast að það tengist slæmu gegni Verkalýðsflokksins í kosningum í júní en í þeim missti flokkurinn mikið fylgi. Ennfremur hafa verið háværar sögusagnir um að samstarf Blairs og annarra lykilmanna innan flokksins sé með lakasta móti um þessar mundir og nokkrir gert að því skóna að breytingar innan flokksins séu í vændum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×