Erlent

Dönsk - sænsk orðabók

Í fyrsta sinn í 50 ár verður gefin út dönsk/sænsk orðabók, segir í danska blaðinu Politiken. Þar segir að Danir eigi í jafn miklum erfiðleikum með að skilja Svía eins og Svíar Dani. Svíar eigi auðveldara með að lesa dönsku en skilja og tala hana en Dönum finnist jafn erfitt að lesa og skilja sænskuna. Haft er eftir ritstjóra orðabókarinnar að sænska og danska séu þau tvö tungumál sem ólíkust eru af Norðurlandamálunum. Norska líkist dönsku í orðaforða og sænsku í framburði. Orðabókin verður um 800 blaðsíður með um 50 þúsund uppslagsorðum og þrjú til fjögur ár mun taka að ljúka við hana. Norræna ráðherranefndin og norræni menningarsjóðurinn styrkja verkefnið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×