Erlent

Óvenju viðamiklar flotaæfingar

Bandaríkjafloti er að hefja viðamestu æfingar sínar um nokkurra áratugaskeið. Sjö af tólf flugmóðurskipaflotadeildum þeirra eru á leið til æfinga víðs vegar á heimshöfunum. Síðustu 30 árin hafa aldrei verið meira en þrjár flugmóðurskipaflotadeildir við æfingar á sama tíma. John D. Stufflebeem, aðmíráll og aðgerðastjóri flotans, segir æfingarnar ekki eiga að fela í sér skilaboð til hugsanlega óvina Bandaríkjanna. "Við erum að sýna okkur sjálfum, allt eins mikið og öðrum, hvað við getum," sagði hann en bætti við að ekki væri verra ef aðrir lærðu eitthvað af æfingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×