Erlent

Olíuverð yfir 40 dollara

Olíuverð fór á ný yfir 40 dollara á fatið í morgun, en í lok júní var fatið komið í ríflega 35 dollara og 50 sent í Bandaríkjunum. Verðhækkunin er einkum rakin til aukinnar eftirspurnar eftir bensíni í Bandaríkjunum, en framleiðsluaukning OPEC-ríkjanna, sem stefnt er að í ágúst, nægir rétt svo til að svara henni. Því hafa áhyggjur af hugsanlegum truflunum á framleiðslu þessi áhrif á olíuverð, en vandræði hafa verið með framleiðslu í Noregi, Nígeríu og Írak. Viðvörun bandarískra yfirvalda vegna hættu á árás al-Qaeda á næstunni jók enn á spennuna, sem knúði verðið upp fyrir 40 dollara á fatið, eins og fyrr sagði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×