Erlent

Hitabylgja í Japan

Fjórir hið minnsta hafa látið lífið í gríðarlegri hitabylgju sem gengur yfir Japan þessi dægrin. Yfir áttatíu liggja á sjúkrahúsi, en hitinn náði til að mynda 38 gráðum í skugga skammt norðvestur af Tókyó. Í höfuðborginni sjálfri náði hitinn 35 gráðum. Meðalhiti þar í júlí er 25 gráður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×