Erlent

Þriðjungur hugbúnaðar stolinn

Meira en þriðjungur alls tölvuhugbúnaðar í heiminum er stolinn. Þetta er niðurstaða úttektar Business Software Alliance, BSA, samtaka eigenda hugbúnaðarréttar. Samkvæmt því er 36 prósent alls hugbúnaðar sem tölvunotendur settu upp á síðasta ári stolinn. Tap framleiðenda af þessum sökum er metið á rúmlega 2.000 milljarða króna, meira en tvöfalda landsframleiðslu Íslands. Jeffrey Hardee, svæðisstjóri BSA í Asíu, segir vandamálið fara versnandi, að hluta til vegna þess hversu auðvelt fólk eigi með að nálgast hugbúnað ólöglega á netinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×