Erlent

Forseti Austurríkis látinn

Thomas Klestil, forseti Austurríkis, lést í gærkvöldi, sjötíu og eins árs að aldri. Hann fékk tvö öflug hjartaáföll fyrr í vikunni og var fluttur á sjúkrahús. Þrátt fyrir tilraunir lækna varð fljótt ljóst að Klestil lægi banaleguna en hjarta, lungu, lifur og nýru hans gáfu sig. Auk þess þótti víst að hann hefði orðið fyrir heilaskaða vegna súrefnisskorts þar sem hjarta hans hætti að slá um hríð. Öðru kjörtímabili Klestils átti að ljúka á morgun. Sósíaldemókratinn Heinz Fischer tekur við af Klestil en embættið er táknrænt og fremur valdalaust. Á meðfylgjandi mynd sést Klestil (með hundinn) ásamt Vladímír Pútín, forseta Rússlands, þegar hann var í heimsókn í Rússlandi í febrúar síðastliðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×