Erlent

Myrti tugi ferðamanna

Dómari í Nepal frestaði því að kveða upp dóm yfir Charles Sobhraj, tæplega sextugum karlmanni sem hefur viðurkennt að hafa myrt fjölda vestrænna ferðamanna í Asíu og Mið-Austurlöndum á áttunda áratugnum. Dómarinn vill fá fleiri skjöl í hendurnar áður en hann kveður upp dóminn. Sobhraj fékk viðurnefnið naðran vegna þess hversu gott hann átti með að dulbúa sig og flýja af vettvangi morðanna. Hann er talinn hafa myrt minnst tuttugu manns í Indlandi, Taílandi, Afganistan og víðar. Honum var haldið í 20 ár í indversku fangelsi án þess að dómur hefði fallið í máli hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×