Erlent

Varað við morðum

Tsahi Hanegbi, lögreglumálaráðherra Ísraels, varaði við því í gær að öfgasinnaðir gyðingar ætluðu sér að ráða áberandi stjórnmálamenn og háttsetta embættismenn af dögum þegar ríkisstjórnin hóf að flytja landnema frá Gazasvæðinu. Áður hafði yfirmaður Shin Bet, öryggislögreglunnar, varað við því að brotthvarf frá landnemabyggðum gæti leitt til aukinnar ólgu. Hanegbi sagði að meðal þeirra sem öfgamenn kynnu að reyna að myrða væru forsætisráðherrann, aðrir ráðherrar, herforingjar og lögregluforingjar. Hann sagði engan skort á öfgamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×