Erlent

Áhyggjur af réttarhöldum Saddams

Amnesty International hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af réttarhöldunum yfir Saddam Hussein fyrrverandi forseta Íraks. Áhyggjuefni sé að honum og öðrum ákærðum hafi ekki verið boðin lögfræðiaðstoð á fyrsta degi yfirheyrslna. Þá sé ljóst að réttarhöldin séu ritskoðuð þar sem hljóðið hafi verið tekið af þegar Saddam talaði og fjölmiðlar fengu einungis nokkra valda búta. Amnesty telur að mikilvægt sé að fjölbreyttur hópur fjölmiðla fái aðgang að réttarhöldunum. Mjög slæmt sé að einungis bandarískir fjölmiðlar hafi haft aðgang að fyrstu yfirheyrslunum. Amnesty segir mikilvægt að réttarhöldin séu aðgengileg fyrir almenning til að Írakar og aðrir geti séð að réttlætinu sé fullnægt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×