Erlent

Úkraínumaðurinn ákærður

Úkraínumaðurinn sem stakk stuðningsmann enska landsliðsins til bana í Lissabon hefur verið ákærður fyrir morð. Hinn 31 árs gamli Úkraínumaður var handtekinn 22. júní eftir að hafa stungið 28 ára gamla Englending í brjóstið eftir ránstilraun. Sakborningurinn á yfir höfði sér milli 12 og 25 ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur um glæpinn. Málið er ekki talið tengjast beint Evrópumótinu í fótbolta sem fram fer í landinu um þessar mundir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×