Erlent

Ekki skjóta kanslarann

Í annað skipti á skömmum tíma hefur Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fengið samþykkt lögbann á útgáfu glæpasögu þar sem ónefndur kanslari er skotinn til bana í heimaborg Schröders. Í apríl setti dómstóll í Hamborg lögbann á útgáfu bókarinnar sem var upphaflega gefin út með forsíðumynd af manni sem líktist mjög Gerhard Schröder. Útgefandi bókarinnar brá þá á það ráð að gefa bókina út með annarri kápu og bað kanslarann um leið afsökunar. Það dugði þó ekki til því Schröder fór einnig fram á að lögbann yrði sett á þá útgáfu bókarinnar: "Endalok kanslarans - síðasta skotið". Talsmaður dómstólsins í Hamborg rökstuddi lögbannið með því að innihald bókarinnar bryti gegn persónuréttindum kanslarans. Dietrich Reinhardt, útgáfustjóri Betzel Verlag sem gefur bókina, út lýsti sig ósammála dómnum en sagði að útgáfan myndi fara eftir honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×