Erlent

Blökkumenn hvattir til að kjósa

Um þrjú þúsund manns komu saman á hipp-hopp ráðstefnu um stjórnmál í Newark, New Jersey á dögunum þar sem áhersla var lögð á að vekja unga svarta Bandaríkjamenn til meðvitundar um kosningarétt sinn. Ekki er dreginn taumur neins eins stjórnmálaafls eða frambjóðanda. Hver ráðstefnugestur fékk það verkefni að skrá fimmtíu manns af hipp-hopp kynslóðinni til að kjósa en hipp-hopp kynslóðin er skilgreind sem svartir Bandaríkjamenn sem eru fæddir milli 1965 og 1984. Kjörsókn afrískra-ameríkana jókst um fjögur prósentustig í forsetakosningunum árið 2000 og var þá 57%. En betur má ef duga skal, að mati skipuleggjenda ráðstefnunnar, þar sem til að mynda eru engir svartir öldungadeildarþingmenn á bandaríska þinginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×