Erlent

Madonna veiðir fasana í friði

Poppstjarnan Madonna hefur unnið mál sem varðaði rétt hennar til að meina veiðimönnum að fara inn á lóð hennar við Ashcombe-sveitasetrið í Suðvestur-Englandi. Madonna og eiginmaður hennar, kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, vildu fá lagalegan úrskurð þess efnis og sögðu ágang ókunnra skerða rétt þeirra til einkalífs, veiða og skepnuhalds, en áður höfðu stjórnvöld ákveðið að hafa hluta eignarinnar opinn. Niðurstaðan var að loka fimmtán af sautján svæðum eignarinnar fyrir almenningi, og hafa þau Madonna og Ritchie ekki frekar við það að athuga. Þau hjónin keyptu Ashcombe, sem er sex herbergja höfðingjasetur frá nítjándu öld og stendur rétt við hið fagra þorp Tollard Royal, fyrir tveimur árum síðan, en setrið var áður heimili ljósmyndarans Cecils Beaton og þykir ein af bestu fasana- og akurhænuveiðilendum Englands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×