Erlent

Dýrkeypt karlremba

Þeir útlendingar sem mæla með að fólki sé mismunað eða það beitt ofbeldi á grundvelli kynferðis, stjórnmálaskoðana eða útlits síns gætu í framtíðinni átt á hættu að vera vísað úr landi í Frakklandi. Þetta er meðal ákvæða í lagafrumvarpi sem franska þingið er með til umræðu. Þar er fjallað um á hvaða grundvelli megi vísa útlendingum úr landi. Kveikjan að þessu er mál íslamsks klerks sem sagðist í vissum tilfellum láta óátalið að menn berðu eiginkonur sínar. Honum var vísað úr landi en brottvísunin síðar felld úr gildi og honum hleypt til Frakklands á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×