Erlent

Brotthvarfi verður flýtt

Brottflutningi landtökumanna frá ísraelskum landnemabyggðum á Gazasvæðinu verður flýtt frá því sem til stóð að sögn ísraelska dagblaðsins Maariv. Þeir landtökumenn sem flytja fúslega geta farið að sækja um bætur innan tíu daga og stefnt er að því að þeir byrji að flytja á brott í ágúst. Ísraelsher býr sig nú undir að hefjast handa í desember við að flytja þá á brott með valdi sem streitast við að flytja frá landnemabyggðunum. Upphaflega stóð til að það yrði gert í mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×