Erlent

Íranir sæta gagnrýni

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin skammaði Írana fyrir að veita sér ekki nægilega góðar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína en ákvað að beita þá ekki refsiaðgerðum, í það minnsta að svo stöddu. Íranar hafa verið gagnrýndir fyrir að svara spurningum eftirlitsmanna seint og illa og sýna ónógan samstarfsvilja. Mohamed ElBaradei, yfirmaður stofnunarinnar, sagði að Íranar yrðu að fara að flýta sér svo hægt væri að ljúka úttekt á kjarnorkuáætlun þeirra en hún hefur þegar tekið tvö ár. Engin tímamörk eru þó sett í ályktun stofnunarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×