Erlent

Fæstir vilja þjóðstjórn

Rúmlega helmingur þingmanna Likudbandalagsins er andvígur því að mynda þjóðarstjórn með Verkamannaflokknum samkvæmt skoðanakönnun ísraelska dagblaðsins Jerusalem Post meðal þingmanna. Þingmennirnir segja flokkana ekki eiga samleið í efnahagsmálum og mörgum öðrum málaflokkum. Samkvæmt könnuninni getur Ariel Sharon forsætisráðherra aðeins treyst á stuðning fimmtán þingmanna sinna leggi hann fyrir þá stjórnarsáttmála með aðild Verkamannaflokksins. Meðal þeirra sem eru óákveðnir er Binyamin Netanyahu, fyrrum forsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×