Erlent

Grípa hefði mátt inn í

Skýrsla rannsóknarnefndar, sem kannaði hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001, dregur í efa nánast allar fullyrðingar stjórnvalda vestanhafs um tildrög hryðjuverkanna og viðbrögð við þeim. Í frumskýrslum nefndarinnar, sem lauk störfum sínum í gærkvöld, kemur meðal annars fram að stjórnvöld hefðu getað áttað sig á að árásirnar voru yfirvofandi. Grípa hefði mátt inn í atburðaráðina löngu fyrr, auk þess sem öll viðbrögð daginn sem árásirnar voru gerðar hafi verið sein og ómarkviss. Einnig eru viðbrögð Bush forseta dregin í efa og gefið sterklega í skyn að hann hafi verið óöruggur og óákveðinn, þvert á það sem hann hefur sjálfur látið í veðri vaka. Nefndin segir einnig að ekki finnist neitt sem renni stoðum undir fullyrðingar ríkisstjórnar Bush um tengsl milli Íraks og al-Kaída, eins og ráðamenn hafa ítrekað haldið fram. Talsmenn Hvíta hússins segja þetta hins vegar alrangt, til séu skýrslur leyniþjónusta sem færi fullkomnar sönnur á sambandið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×