Erlent

Chesterfield vatnið hvarf

Íbúar við Chesterfield-vatn, nálægt Saint Louis í Bandaríkjunum, eru skelfingu lostnir eftir að vatnið þurrkaðist upp og hvarf á aðeins örfáum dögum. Chesterfield vatn var áður 10 hektarar, en eftir miklar rigningar fyrir nokkrum vikum hækkaði vatnsborðið verulega þar til um síðustu helgi að það var sem tappi væri tekinn úr baðkari og vatnið hvarf niður um holu eða öllu heldur niðurfall í því miðju. Jarðfræðingar segja kalkstein á þessu svæði verða gljúpan við snertingu við vatn og þannig myndaðist nokkurskonar gígur í botni vatnsins, þannig að vatnið rann þar niður. Íbúar við vatnið telja að hægt sé að fylla það á ný, en verða sjálfir að standa straum að kostnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×