Erlent

Framkvæmdastjórn fyrir dóm

Evrópuþingið ætlar að draga framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir dóm. Ástæðan er umdeildur samningur við Bandaríkin, sem gerir ráð fyrir því að persónuupplýsingum verði safnað um flugfarþega í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þingið hafði áður beðið framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að hafna samningnum, en sú bón var virt að vettugi. Pat Cox, forseti þingsins, segir það álit þingheims að samningurinn vegi að grundvallarpersónuvernd þegna Evrópusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×