Sport

Kewell frá í mánuð

Vinstri vængmaður Liverpool, Ástralinn Harry Kewell, mun ekki spila með félaginu næsta mánuðinn eða svo, en þetta staðfesti Ian Cotton, talsmaður félagsins, í dag. "Kewell fór til sérfræðings í gær og fékk sprautu í nárann," sagði Cotton. "Hann verður frá keppni í um fjórar til fimm vikur." Þetta er mikið áfall fyrir Rauða Herinn en Kewell var að byrja sýna sitt rétta form og átti til að mynda frábæran leik gegn Newcastle þann 19. desember síðastliðinn, eftir frekar daufa byrjun á tímabilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×