Erlent

Fyrrverandi SS-foringi ákærður

Dómstóll í Danmörku hefur gefið út ákæru á 83 ára gömlum fyrrverandi dönskum SS-foringja, sem nú býr í Þýskalandi. Manninum, sem einnig hefur þýskt ríkisfang, er gefið að sök að hafa fyrirskipað morð á dönskum blaðamanni árið 1943. Ekki er ljóst hvort stjórnvöld í danmörku muni krefjast þess að maðurinn verði framseldur, en bæjaryfirvöld í Kempten í Þýskalandi, þar sem maðurinn býr, hafa hingað til hafnað öllum umleitunum danska dómsmálaráðuneytisins um að fá manninn framseldan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×