Erlent

Górilla eignaðist tvíbura

"Þetta er kraftaverki líkast því górillurnar eru í útrýmingarhættu," sagði Fidelle Ruzigandekwa, yfirmaður Náttúrulífsstofnunar Rúanda, eftir að fjallagórilla fæddi tvíbura. Þetta er aðeins í þriðja skipti í sögunni sem það gerist, svo vitað sé til. Elsta skráða tilvik um fæðingu tvíbura er frá árinu 1986, en þeir létust eftir níu daga. Aðrir tvíburar fæddust 1991, annar lést innan mánaðar en hinn varð fullorðinn en var drepinn af veiðiþjófum fyrir tveimur árum. Í dag eru aðeins um 380 fjallagórillur til í heiminum og búa þær allar á svæðum um miðbik Afríku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×