Erlent

Borg borgar skatt

Tennisgarpurinn Björn Borg hefur gefist upp í baráttu sinni gegn sænskum skattayfirvöldum. Borg hefur búið í Monte Carlo undanfarin fimmtán ár en sænski skatturinn lítur svo á að hann hafi frá því í október 2002 búið í Stokkhólmi ásamt nýrri eiginkonu sinni og syni. Borg hefur ekki viljað viðurkenna það en hefur nú ákveðið berjast ekki frekar gegn þessu og þarf því að borga skatta samkvæmt sænskum lögum, en þeir eru með þeim hæstu í heimi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×