Erlent

18 létust á útifundi í Bangladesh

Að minnsta kosti 18 léstust þegar sprengjur sprungu á útifundi í Bangladesh seint í gærkvöldi. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins Hasina Wajed var í aðalhlutverki á fundinum og taliðað árásin hafi beinst að henni. Um 300 manns særðust í árásinni. Hasina er leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Awami, en fyrr í þessum mánuði var helsti leiðtogi flokksins myrtur í sprengjuárás. Í kjölfar árásarinnar í gærkvöldi flykktust reiðir fylgjendur flokksins á götur út og kveiktu í tugum bifreiða og farþegalest, þar sem að minnsta kosti 20 manns særðust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×