Erlent

Bush fordæmir rógsherferð

George W. Bush Bandaríkjaforseti fordæmir sjónvarpsauglýsingar frá einkaaðilum sem gera lítið úr honum eða John Kerry, mótframbjóðanda sínum. Hann hvetur fólk til að láta af slíkum rógi og segir þetta slæmt fyrir kosningarnar. Talsmenn Johns Kerry hafa kallað til hermenn sem voru í Víetnam á sama tíma og hann til að lýsa hetjudáðum hans og drengskap, til að hrekja fullyrðingar um annað sem hafa birst í sjónvarpsauglýsingum. Kerry sakaði Bush um að fá aðra til að vinna skítverkin fyrir sig en Bush hefur sjálfur orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum Kerrys.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×